22/11/2024

Kollafjarðarneskirkja 100 ára

Kollafjarðarneskirkja - ljósm. Ingimundur PálssonNú á sunnudaginn 6. september verður þess minnst að hundrað ár eru liðin frá vígslu Kollafjarðarneskirkju. Árið 1907 voru Fells- og Tröllatungusóknir sameinaðar og var Kollafjarðarneskirkja vígð þann 5. september árið 1909 af Þórhalli
Bjarnarsyni biskupi. Kirkjuna teiknaði Rögnvaldur Ólafsson og kirkjusmiðir voru Guðni Þorláksson trésmiður og Guðni Guðmundsson steinsmiður, báðir úr Reykjavík. Hátíðarguðsþjónusta í tilefni afmælisins hefst í Kollafjarðarneskirkju kl.
14:00.
Sr. Guðni Þór Ólafsson prófastur þjónar ásamt sóknarpresti. Organisti er Viðar
Guðmundsson.
Að guðsþjónustu lokinni verður kaffisamsæti í Sauðfjársetrinu á Sævangi.
Allir eru velkomnir, sóknarbörn fyrr og nú og aðrir velunnarar kirkjunnar.

Meðfylgjandi mynd tók Ingimundur Pálsson af Kollafjarðarneskirkju.