22/12/2024

Kolaportið endurtekið í mars

Frá síðasta KolaportiFyrir jól var vel heppnað Kolaport í Félagsheimilinu á Hólmavík einn laugardaginn, þar sem heimamenn settu upp sölubása og kaffiveitingar og seldu hver öðrum bæði gommu og glás af gersemum og þarfaþingi. Nú hefur verið ákveðið að endurtaka leikinn í mars næstkomandi og hefur stefnan verið tekin á laugardaginn 21. mars. Eins og áður verður vonandi fjölbreyttur söluvarningur á boðstólum, en auk þess Kolakaffi og kakó, lifandi tónlist, fjör og læti. Það eru Ásdís Jónsdóttir og Ásta Þórisdóttir sem standa fyrir Kolaporti á Ströndum og hægt er að láta vita um þátttöku í síma 694-3306.