23/12/2024

Kökubasar í anddyri KSH

N1 og KSHÍ dag, föstudaginn 23. maí, verður haldinn kökubasar í anddyri Kaupfélags Steingrímsfjarðar á Hólmavík. Hefst hann kl. 14:00 og stendur meðan birgðir endast. Þar eru á ferðinni nemendur í 8. og 9. bekk Grunnskólans á Hólmavík sem eru að safna fyrir Danmerkurferð sem fara á í haust. Það er kjörið að kíkja við hjá krökkunum og krækja í bakkelsi með kaffinu um helgina, enda er ómögulegt að standa inni við bakstur í blíðskaparveðri eins og nú er og svo verður líka nóg að gera um helgina við að taka til í heiminum.