Tilboð í endurbyggingu 9,2 km Vestfjarðavegar (nr. 60) í Reykhólahreppi voru opnuð í gær. Um er að ræða veginn frá Kúalág vestan Skálaness að Eyrará í Kollafirði í Gufudalssveit, en þar á að leggja 7,5 m breiðan veg með klæðingu. Verktakafyrirtækið KNH ehf átti lægsta tilboð í verkið eða rúmar 177,6 milljónir sem eru 72,9% af kostnaðaráætlun Vegagerðarinnar. Þetta verkefni er það fyrsta á Vestfjörðum eftir úboðshlé ríkisstjórnarinnar sem tilboð eru opnuð í. Á næstunni verður opnað tilboð í verkefni í Mjóafirði við Djúp, en Arnkötludalur og breyting á hringvegi í Hrútafirði hafa enn ekki verið boðin út.
Eftirfarandi tafla af vef Vegagerðarinnar sýnir tilboðin:
Bjóðandi |
Tilboð kr. | Hlutfall | Frávik þús.kr. |
Hagtak hf | 288.815.000 | 118,6 | 111.179 |
Skagfirskir verktakar | 254.000.000 | 104,3 | 76.364 |
Klæðning ehf | 250.000.000 | 102,6 | 72.364 |
Áætlaður verktakakostnaður | 243.593.700 | 100,0 | 65.957 |
Háfell ehf | 224.213.000 | 92,0 | 46.577 |
Vélgrafan ehf og Borgarvirki ehf | 187.035.800 | 76,8 | 9.399 |
K.N.H. ehf | 177.636.363 | 72,9 | 0 |