Það hafa verið miklar leysingar í dag, hvasst og hiti. Þó hefur sem betur fer ekki rignt við Steingrímsfjörðinn, enda nóg af vatni hvort sem er. Í hádeginu var heilmikil klakastífla við gömlu brúna á Hrófá við Steingrímsfjörð og smellti fréttaritari strandir.saudfjarsetur.is af nokkrum myndum af Hrófá, gömlu og nýju brúnni. Áfram er gert ráð fyrir hlýindum í dag og á morgun og eru flestir vegir auðir. Flughált er yfir Bjarnarfjarðarháls og ófært í Árneshrepp samkvæmt vef Vegagerðarinnar. Læknirinn á Hólmavík fór þó norður í Árneshrepp í dag, en bændur í hreppnum hafa handmokað og sandað veginn síðustu daga.
Klakastífla í Hrófá – Ljósm. Jón Jónsson