22/12/2024

Kjörsókn með mesta móti

Kjörsókn á Hólmavík var með ágætum klukkan hálf þrjú í dag og fjöldi fólks kominn á kjörstað, óvenju margir miðað við það sem venjan er á sama tíma. Fremur kalt er í veðri á Ströndum og spurning hvort það hefur áhrif á kjörsóknina. Vefurinn strandir.saudfjarsetur.is hvetur alla sem kosningarétt hafa til að nýta sinn lýðræðislega rétt og drífa sig á kjörstað meðan þeir eru enn opnir. Nokkur spenna er með fjölda þingmanna í einstökum flokkum í Norðvesturkjördæmi og erfitt að spá fyrir um úrslit. Skoðanakannanir hafa verið mjög misvísandi í þeim efnum. Kosningavaka verður á Café Riis í kvöld.