23/12/2024

Kínverskur matur, karókí og Heiðuball

Í tilkynningu frá Café Riis kemur fram að þann 15. október verður mikið um að vera á Hólmavík. Þá verður kínverskt hlaðborð á boðstólum á Café Riis og kostar 2.500.- fyrir manninn. Þeir sem áhuga hafa á því eru beðnir að panta í síma 451-3567 eða 899-8688 fyrir þriðjudaginn 11. október. Klukkan 21:00 sama dag byrjar svo úrslitakeppnin í karaoke keppni vinnustaðanna, aðgangseyrir þar er kr. 1.000.- og 18 ára aldurstakmark. Þegar sigurvegarinn hefur verið krýndur í þeirri keppni tekur við Heiðuball (Hljómsveit Heiðu Ólafs) í Bragganum. Aðgangseyrir þar er kr. 2.000.-