22/12/2024

Kaupfélaginu í Norðurfirði lokað

Í gær var úti­búi Kaup­fé­lags Stein­gríms­fjarðar í Norðurf­irði á Strönd­um lokað. Þetta kemur fram á fréttavefnum mbl.is. Því er eng­in mat­vöru­versl­un lengur starf­andi í Árnes­hreppi. Eva Sig­ur­björns­dótt­ir odd­viti Árneshrepps á hins vegar ekki von á því að sú staða vari lengi og segir að verið sé að vinna í að fá rekstraraðila. Árneshreppur á hús­næðið sem versl­un­in er í og það og íbúð í sama húsi stendur þeim til boða þeim sem rek­ur versl­un­ina. Kaupfélag Steingrímsfjarðar hefur rekið verslunina frá 1992, en þá varð Kaupfélag Strandamanna Norðurfirði gjaldþrota. Nú telur Kaupfélag Steingrímsfjarðar ekki leng­ur grundvöll fyr­ir rekstri versl­un­ar­inn­ar.