22/12/2024

Kattamatur frá Súðavík bráðum í hillum verslana

Hólmvískur kisiFramleiðsla kattamatar úr sláturafurðum hefst í Súðavík innan tíðar. Fyrirtækið
Murr ehf, sem var stofnað í lok apríl þessa árs, stendur að þessari framleiðslu
en gert er ráð fyrir að afurðir fyrirtækisins komi á markað hérlendis í janúar á
næsta ári. Undirbúningsvinna að framleiðslu kattamatsins hefur staðið yfir síðan
2003. Búið er að ráða fjóra starfsmenn til fyrirtækisins sem munu starfa við
framleiðsluna en nú er unnið að uppsetningu tækjabúnaðar verksmiðju
fyrirtækisins. Fyrirtækið ætlar að framleiða hágæða kattamat úr sláturafurðum
sem koma frá Sláturfélagi A-Húnvetninga á Blönduósi og sláturhúsum Norðlenska á
Akureyri.

Það verða eflaust einhverjir kattaeigendur á Ströndum sem hugsa sér
gott til glóðarinnar að geta keypt íslenskan kattamat í ferfætta vini sína en
eingöngu er hægt að versla erlendan kattamat á Ströndum.