22/12/2024

Kaffihlaðborð í dag

Í dag eins og aðra sunnudaga í sumar, er boðið upp á kaffihlaðborð í Sauðfjársetrinu í Sævangi. Meðal þess sem er á hlaðborðinu í dag má nefna rækjubrauðtertu, marenstertu með rjóma, kleinur, snúða, jólaköku, hjónabandssælu, ostaköku og kaldan brauðrétt. Hlaðborðið stendur frá tvö til sex í dag og er því kjörinn sunnudagsrúntur að skreppa í Sævang á kaffihlaðborð. Sýningin er að sjálfsögðu opin líka og tveir sísvangir heimalningar jarma fyrir utan.