22/12/2024

Kaffihlaðborð á Sævangi í dag

Hefðbundið kaffihlaðborð á sunnudegi er á boðstólum á Sauðfjársetrinu í Sævangi í dag á milli kl. 14-18. Ætlunin er að vera með slík kaffihlaðborð á hverjum sunnudegi í sumar og einnig verður hlaðborð á þjóðhátíðardaginn 17. júní (föstudaginn í næstu viku). Undirbúningur fyrir Furðuleika á Ströndum 2005 sem verða sunnudaginn 19. júní er kominn vel af stað og hugmyndavinna um furðulegar keppnisgreinar í fullum gangi. Leikfélag Hólmavíkur tekur virkan þátt í Furðuleikunum í ár eins og í fyrra þegar fyrst var gerð tilraun með þessa einstöku keppni. Myndir frá Furðuleikunum 2004 má nálgast á þessari vefsíðu.

Frá Furðuleikunum 2004 – ljósm. Jón Jónsson