Börn og starfsfólk leikskólans Lækjarbrekku á Hólmavík fengu skemmtilega heimsókn í dag. Hún Kristín Árnadóttir nývígður djákni kíkti á leikskólann og kynnti sér skólastarfið og spjallaði við börnin um Jesú, bænir, lífið og tilveruna. Kristín stefnir að því að heimsækja leikskólann reglulega á árinu og fagnar starfsfólk því og býður hana hjartanlega velkomna á Lækjarbrekku sem oftast. Það er ýmislegt að gerast á Lækjarbrekku nú á vormánuðum og m.a. var höfuðfatadagur í dag sem er einn af mörgum ,,öðruvísi dögum" sem verða í maí og júní.
Heimasíða Lækjarbrekku er www.123.is/laekjarbrekka.