26/12/2024

Jörundur frumsýndur á laugardag

Mikið verður um dýrðir á Hólmavík um helgina, en leikritið Þið munið hann Jörund verður frumsýnt á laugardagskvöld kl. 20:30. Önnur sýning verður svo á sunnudag kl. 15:00. Á laugardaginn verður einnig opið í pizzur á Café Riis áður en leiksýningin byrjar og Ferðaþjónustan Kirkjuból mun í samvinnu við Leikfélagið bjóða þeim sem langt eiga heim upp á gistingu og dýrindis morgunverð. Hópar sem koma að geta einnig samið um heimsóknir á Galdrasafnið á Hólmavík og Sauðfjársetrið í Sævangi í tengslum við ferðir á sýningar á Jörundi.

Nánar má fræðast um starfsemi þessara aðila og sýningarplan Leikfélagsins á vefsíðunum:

www.holmavik.is/leikfelag
www.holmavik.is/info
www.caferiis.is
www.strandir.saudfjarsetur.is/kirkjubol
www.galdrasyning.is
www.strandir.saudfjarsetur.is/saudfjarsetur