Unnið hefur verið af kappi undanfarna daga við að reisa nýja Kirkjubólsrétt við sunnanverðan Steingrimsfjörð, í samvinnu smiða og bænda. Réttin er nú farin að taka á sig mynd og skipulagið að koma í ljós, bæði dilkar og almenningur. Réttin er á sama stað og sú sem rifin var fyrr í ágúst og hafði sú staðið í 45 ár.
Réttarsmíði á Ströndum – ljósm. Jón Jónsson