22/12/2024

Jónsmessuganga

Sauðfjársetur á Ströndum hefur skipulagt Jónsmessugöngu næstkomandi föstudag og er ætlunin að göngumenn skoði sig þá dálítið um í Arnkötludalnum. Hugmyndin er að göngumenn mæti að Húsavík kl. 20:00 á föstudagskvöld og aki þaðan í einum hópi upp á Tröllatunguheiði. Þaðan verði svo gengið niður í Arnkötludalinn og skoðaðir ýmsir athyglisverðir staðir eins og t.d. Víghóll. Einnig verði litið við á gömlum bæjarstæðum og spekúlerað dálítið í væntanlegu vegstæði um dalinn. Gangan endi svo í grennd við Tröllatungu. Gönguferðin verður nánar kynnt þegar nær líður. Göngustjóri verður Matthías Lýðsson.