23/12/2024

Jólaverslun á Þorláksmessu

Það er jafnan mikið að gera í verslunum á Þorláksmessu og svo er einnig á Ströndum. Jólamarkaður Strandakúnstar er opinn í dag, en verður lokaður á morgun aðfangadag. Í tilkynningu frá Strandakúnst er minnt á þá niðurstöðu Rannsóknarseturs verslunarinnar að jólagjöfin í ár sé lopapeysa, en nóg er af slíkum klæðnaði á markaðnum. Í Kaupfélagi Steingrímsfjarðar á Hólmavík verður mikið um dýrðir og opið til 20:00 í kvöld. Ungir tónlistarmenn koma í heimsókn í búðina á Hólmavík og leika listir sínar í dag um kl. 17:00 og einnig er von á heimsókn frá jðólasveinum. Á sama tíma verður dregið í jólahappdrætti KSH í verslunum á Drangsnesi og Hólmavík.