12/09/2024

Jólatrésskemmtanir nálgast

Nú eru framundan jólatrésskemmtanir víða um Strandir og hefur vefurinn nákvæmar fréttir af einni slíkri á Hólmavík. Þar verður hefðbundin jólatrésskemmtun haldin í Félagsheimilinu á Hólmavík á annan dag jóla, þann 26. desember og hefst kl. 14:00. Þar eru börnin skráð á skemmtunina og þeir sem vilja mæta og hafa ekki skráð börnin ennþá geta haft samband við Stínu (451-3585 og 8673164) eða Rúnu Stínu (451-3262).