22/12/2024

Jólatrésfagnaður á Hólmavík

Nú þegar jólahátíðin er gengin í garð hefst tími hinna ýmissa skemmtana tengdum henni. Í fréttatilkynningu frá jólatrésnefnd á Hólmavík kemur fram að hinn árlegi jólatrésfagnaður Hólmvíkinga verður haldinn í Félagsheimilinu á Hólmavík þann 26. desember, annan í jólum, og hefst kl. 14:00. Tónlistarmaðurinn Stefán Jónsson mun halda uppi fjörinu og heyrst hefur að hinn eini sanni Stekkjastaur hafi boðað komu sína ásamt bræðrum sínum.

Heitt kaffi verður á könnunni, djús, piparkökur og jólagotterí fyrir börnin sem munu seint fá sig fullsödd af þess háttar trakteringum. Aðgangseyrir er kr. 500.- á barn og eru allir hjartanlega velkomir, ungir sem aldnir.