04/10/2024

Jólamessur á Ströndum

HólmavíkurkirkjaMargir hafa þann sið að fara til kirkju um jólahátíðina og birtum við því hér yfirlit yfir þær messur sem okkur tókst að finna tímasetningar eftir dálitla fyrirhöfn. Í Hólmavíkurkirkju verður jólamessan á aðfangadag kl. 18:00 og í Drangsneskapellu kl. 21:00 sama dag. Messað verður í Kollafjarðarneskirkju á jóladag kl. 14:00 og í Óspakseyrarkirkju sama dag kl. 16:00. Í Árneskirkju verður messað á annan jóladag kl. 14:00.