22/12/2024

Jólatré frá Noregi

Fyrir utan Grunnskólann á Hólmavík stendur jólatré frá Noregi sem vinabær Hólmavíkur gaf sveitarfélaginu. Kveikt var á trénu við hátíðlega athöfn og fjölmenni í byrjun aðventunnar, en þrír íbúar Hole í Noregi – www.hole.no – fylgdu jólatrénu hingað og afhentu það, tveir unglingar og einn fullorðinn. Myndirnar sem fylgja voru teknar við það tækifæri, en Lára Agnarsdóttir stjórnaði athöfninni, barnakórinn á Hólmavík söng og Haraldur oddviti hélt ræðu og einnig norsku gestirnir. Sambærileg gjöf til Hólmvíkinga hefur komið oft áður frá Noregi, en fyrstu árin var tréið gjöf frá leikskólabörnum í Hole til leikskólabarna á Hólmavík.

Ljósm. Jón Jónsson