11/10/2024

Jólatré frá Hole á leiðinni til Hólmavíkur

Í dag fá Strandamenn góða gesti frá vinabæ Hólmavíkur, Hole í Noregi, þegar hingað koma Ingeborg Hoy og Sissel Landel Dæhli sem starfa við þjónustu eldri borgara með jólatré í farteskinu. Fimm ára börn í Hole völdu tréð fyrir nokkrum dögum ytra og má nálgast myndir af þeim viðburði undir þessum tengli. Tréð verður afhent við hátíðlega athöfn við Grunnskólann á Hólmavík þriðjudag kl. 18:00 og munu þar koma fram barna og unglingakór Hólmavíkurkirkju, auk þess sem búast má við hefðbundnum ræðuhöldum á blandinavísku.