05/11/2024

Jólatónleikar Tónskólans á Hólmavík

Jólatónleika Tónskólans á Hólmavík verða haldnir í kvöld og annað kvöld, 9. og 10. desember. Tónleikarnir fara að venju fram í Hólmavíkurkirkju  og hefjast bæði kvöldin klukkan 19:30. Þar koma fram nemendur í tónlistarnámi og spila á allskyns hljóðfæri og syngja. Meðal hljóðfæra sem kennt er á eru gítar og trommur, ukulele og bassi, píanó, blokkflauta og þverflauta, harmonikka og trompet.  Á efnisskránni verða lög allt frá Í skóginum stóð kofi einn á píanó og yfir í Final Countdown í hljómsveitarútsetningu. Tekið verður með þökkum við framlögum í hljóðfærasjóð Tónlistarskólans.