22/12/2024

Jólatónleikar Tónskólans

Á jólatónleikum 2006Nú er komið að árlegum jólatónleikum Tónskólans á Hólmavík, en að venju fara þeir fram tvö kvöld í röð. Fjörið hefst í kvöld í Hólmavíkurkirkju og aðrir tónleikar verða síðan annað kvöld (10. og 11. desember) á sama stað. Hefjast tónleikarnir bæði kvöldin kl. 19:30 og eru allir velkomnir. Nemendur hafa æft stíft síðustu daga og er hópurinn blandaður bæði kvöldin, bæði spila þeir og syngja sem lengra eru komnir og hinir sem hafa nýlega hafið æfingar.