30/10/2024

Jólatónleikar í kvöld og á morgun

Árlegir jólatónleikar Tónskólans á Hólmavík eru í kvöld og annað kvöld í Hólmavíkurkirkju. Hefst skemmtunin kl. 19:30 bæði kvöldin, en hópnum er skipt niður vegna þess hve margir koma fram. Allir sem áhuga hafa eru hjartanlega velkomnnir. Í Tónskólanum á Hólmavík eru hátt í hundrað nemendur og mikill meirihluti allra grunnskólabarna eru að læra á eitthvert hljóðfæri. Tíðindamaður strandir.saudfjarsetur.is leit inn á æfingu í dag og smellti mynd af kór sem söng bæði hátt og snjallt.

Ljósm. Jón Jónsson