1. Liverpool – Newcastle
Kristján: Liverpool mæta eins og grenjandi ljón eftir að hafa tapað ósanngjarnt í síðasta leik fyrir Sao Paulo. Tákn: 1.
Keli: Til að halda frið í vinnunni myndi ég setja 2 en ég held að Owen og félagar komi á óvart – því set ég jafntefli. Tákn: X.
+++
2. Man. Utd. – WBA
Kristján: Man. Utd. fer létt með þetta. Victor Manchester aðdáandi segir að þetta verði ekki spurning. Tákn: 1.
Keli: Þetta er öruggur heimasigur hjá Ronnny og félögum. Tákn: 1.
+++
3. Wigan – Man. City
Kristján: Wigan vann síðasta leik en ég hef tröllatrú á Man. City. Tákn: 2.
Keli: Þetta er erfiður leikur, því Wigan eru sterkir á heimavelli en City að spila vel undanfarið. Því held ég að þetta verði jafntefli í þessum leik… ég held að Stjáni klikki þarna. Tákn: X.
+++
4. Sunderland – Bolton
Kristján: Bolton er skemmtilegt lið og tekur þetta á útivelli. Skemmtilegt hvað maður heldur alltaf með þeim liðum sem Íslendingar hafa einhvern tímann spilað með. Tákn: 2.
Keli: Ég held að þetta verði öruggt hjá Bolton þrátt fyrir skellinn í bikarnum um daginn. Tákn: 2.
+++
5. Portsmouth – West Ham
Kristján: Heimavöllurinn reynist Portsmouth vel og þeir vinna. Tákn: 1.
Keli: Ég held að stjóraskiptin hjá Portsmouth fari að skila sér í fleiri stigum. Tákn: 1.
+++
6. Middlesbro – Blackburn
Kristján: Middlesboro er alltaf að skila verri árangri heldur en maður heldur. Vonandi hafa þeir þetta. Tákn: 1.
Keli: Ég held að þetta verði steindautt jafntefli. Tákn: X.
+++
7. Aston Villa – Everton
Kristján: Aston Villa tekur Everton sem ekki er í sem mestu stuði þessar vikurnar. Tákn: 1.
Keli: Ég get ekki verið þekktur fyrir annað en að setja útisigur á þennan leik, það hlýtur að fara að rofa til hjá þeim bláu. Áfram, þið vitið hverjir. Tákn: 2.
+++
8. Wolves – Reading
Kristján: Ég ætla að leyfa mér að spá Úlfunum sigri þó Reading-menn séu sennilega betri í ár. Þetta er bara nostalgía síðan Frank Worthington og fleiri gerðu garðinn frægan hér um árið með Úlfunum. Tákn: 1.
Keli: Nú fer að vandast málin því þó að Ívar og félagar hafi verið að spila vel þá eru Wolves mikið jafnteflislið. Tákn: X.
+++
9. Sheff. Utd. – Norwich
Kristján: Norwich hefur þetta, enn og aftur veðja ég á þá vegna Sigga Orra sem heldur mjög mikið með þeim. Tákn: 1.
Keli: Þetta verður öruggur heimasigur í þessum leik. Tákn: 1.
+++
10. Leeds – Coventry
Kristján: Coventry leggur Leeds á útivelli og Arnar Jónsson Coventry maður verður [alveg ótrúlega] ánægður. Tákn: 2.
Keli: Ég veit ekkert um þessi lið ég held að Leeds séu örlítið sterkari því spái ég heimasigri. Tákn: 1.
+++
11. Derby – Luton
Kristján: Heimavöllurinn dugar Derby. Tákn: 1.
Keli: Eina sem ég veit um þessi lið er að Ingi Vífill heldur með Derby en það dugar ekki til, ég held að Luton vinni þennan leik. Tákn: 2.
+++
12. Burnley – Stoke
Kristján: Burnley tekur Stoke. Tákn: 1.
Keli: Stoke hjartað slær ennþá hratt hjá mörgum. Þessi lið eru á svipuðum stað í deildinni en ég hallast helst að heimasigri. Tákn: 1.
+++
13. Ipswich – C. Palace
Kristján: Enn og aftur veðja ég á Ipswich. Tákn: 1.
Keli: Ég veit ekki hvað á að segja um þennan leik en ég held að þetta verði heimasigur. Tákn: 1.
+++
Kristján: Þá er jólaseðillinn kominn og vonandi gengur hann jafnvel og síðast. Raunar gleymdi ég að tippa um síðustu helgi og leist ekkert á blikuna í upphafi. Hélt jafnvel að ég myndi fá 13 rétta. En nú kemur það vonandi, ég fer í dag og kaupi seðil. Gleðileg jól og kærar þakkir fyrir frábæran vef, Jón, Siggi, Addi og allir hinir.
Keli: Ég sauð þessa spá saman í fljótheitum því ég fékk seðilinn svolítið seint. Ég veit að Kristján er mjög sigurviss en ég leik á hann með nokkrum óvæntum úrslitum! Sendi öllum jólakveður héðan úr Árneshreppi – smá vísa í lokin:
Sigurviss hann Stjáni er
og svoldið er hann grobbinn.
Að stoppa stjórann ætla mér
og senda hann á koppinn.