22/12/2024

Jólastund í Félagsheimilinu á Hólmavík

Leikfélag Hólmavíkur stendur fyrir jólastund og jólagleði í Félagsheimilinu á Hólmavík kl. 17.00 sunnudaginn 16. desember. Sagðar verða jólasögur, sungin jólalög og fleira gert til skemmtunar, auk þess sem kaffi, djús og piparkökur verða til snæðings. Miðaverð á skemmtunina er 500 krónur. Forsvarsmenn LH vilja benda á að leikfélagið hefur ekki aðgang að posavél að þessu sinni.