30/10/2024

Jólamarkaður Strandakúnstar undirbúinn

Í ráði er að jólamarkaður Strandakúnstar verði opnaður í anddyri Félagsheimilisins á Hólmavík fimmtudaginn 24. nóvember næstkomandi. Stefnan er að jóla- og handverks-markaðurinn verði síðan opinn frá kl. 14:00 til 18:00 fimmtudaga, föstudaga, laugardaga og sunnudaga fram að jólum. Markaðurinn verður nánar auglýstur síðar, en þeir sem hafa hug á að koma handverki og söluvarningi á markaðinn hafi samband við Ásdísi í síma 694-3306.