22/12/2024

Jólamarkaður í golfhúsinu

Jólamarkaður Strandakúnstar er haldinn í golfskálunum við Skeljavíkurvöll þetta árið. Markaðurinn er opinn þessa helgi og næstu frá 13-16 laugardag og sunnudag. Margvíslegur jólavarningur og gjafir eru á boðstólum, en einnig er hægt að líta við og versla heitt súkkulaði, smákökur og kleinur. Þeir sem eru á ferðinni og vilja fá markaðinn opnaðan utan hefðbundins tíma geta haft samband við Ásdísi Jónsdóttur í s. 694-3306.

Jólin

frettamyndir/2011/640-markadur6.jpg

frettamyndir/2011/640-markadur3.jpg

frettamyndir/2011/640-markadur7.jpg

Jólamarkaður á síðustu helgi – ljósm. Ásdís Jónsdóttir og Jón Jónsson