14/09/2024

Jólaföndur á Hólmavík

Foreldrafélag Grunnskólans á Hólmavík stóð á dögunum fyrir jólaföndri í Félagsheimilinu. Að þessu sinni fengu gestir að spreyta sig á postulínsmálun. Margir komu líka með föndur að heiman til að vinna í. Bæði börn og fullorðnir fjölmenntu á svæðið og skemmtu sér konunglega við jólatónlist og föndur, supu á heitu súkkulaði og smökkuðu á piparkökum. Jólasveinn mætti á svæðið og gaf börnunum gott í gogginn. Kvöldið var vel heppnað og margir sýndu góð tilþrif í föndrinu.

0

bottom

frettamyndir/2011/640-jfondur6.jpg

frettamyndir/2011/640-jfondur5.jpg

frettamyndir/2011/640-jfondur3.jpg

frettamyndir/2011/640-jfondur1.jpg

Jólaföndur í Félagsheimilinu. Á neðstu myndinni er stjórn foreldrafélagsins. – ljósm. Jón Jónsson.