23/12/2024

Jólaföndur hjá Foreldrafélagi Grunnskólans á Hólmavík

580-jolafondur5

Foreldrafélag Grunnskólans á Hólmavík ætlar að bjóða upp á jólaföndur í dag, fimmtudaginn 4. desember, kl. 18:00-20:00 í Félagsheimilinu á Hólmavík. Á staðnum verður til sölu heitt súkkulaði og smákökur gegn vægu gjaldi. Einnig er hægt að kaupa föndurvarning hjá Ingu Sigurðardóttur og fá hjá henni liti til afnota. Heyrst hefur að jólasveinn ætli að kíkja á föndrið með glaðning fyrir börnin. Allir eru velkomnir, ungir sem aldnir.