30/10/2024

Jóladagatal Strandagaldurs komið í sölu

Það var mikið um dýrðir á frumsýningu á Jóladagatali Strandagaldurs, Brúðustrákurinn Tumi og fjallabörnin. Þangað stormuðu starfsmenn og börnin á Leikskólanum Lækjarbrekku og fylgdust spennt með, ásamt foreldrum og ættingum. Börnin gæddu sér á poppi og djúsi og Galdraloftið var fullt út úr dyrum eins og vera ber á frumsýningum. Fréttaritari strandir.saudfjarsetur.is var á staðnum með myndavélina, en DVD diskurinn er kominn í sölu á jólamarkað Strandakúnstar á Galdrasafninu, en þar opið virka daga fram að jólum frá 14-16 og 14-18 um helgar. Einnig er hægt að versla eintök í sölubúð Strandagaldurs á vefnum með því að smella hér.

Fjör á frumsýningu

frettamyndir/2008/580-frumsyning3.jpg

frettamyndir/2008/580-frumsyning1.jpg

Frumsýning á Jóladagatalinu – ljósm. Jón Jónsson