22/11/2024

Jólaböll á Ströndum og félagsvist í Tjarnarlundi

640-jolaball1

Það er að venju mikið um að vera á Ströndum á annan í jólum, en þá er haldin árleg og hefðbundin jólaböll. Á Hólmavík byrjar jólaballið kl. 14:00 í félagsheimilinu, en á Drangsnesi byrjar jólaballið í samkomuhúsinu Baldri kl. 15:00. Þar verður væntanlega mikið líf í tuskunum og jólasveinar einn og átta mæta eflaust á staðinn. Að kvöldi 26. des. verður svo haldin félagsvist í Tjarnarlundi í Saurbæ og byrjar kl. 20:00, en Strandamenn eru duglegir að fara yfirum í félagsvist þegar vel viðrar.