23/12/2024

Jólabingó á Hólmavík

580-bingo3

Árlegt jólabingó verður haldið í félagsheimilinu á Hólmavík sunnudaginn 21. desember kl. 16:00. Þetta árið sér félagsmiðstöðin Ozon um bingóið. Vinningarnir eru stórglæsilegir og koma flestir frá fyrirtækjum hér á svæðinu. Stuðningur þessara fyrirtækja og stofnanna er ómetanlegur en unga fólkið safnar sjálft fyrir allri starfsemi og tækjakaupum félagsmiðstöðvarinnar. Ozon mun einnig sjá um veitingasölu í hléi. Athugið að enginn posi verður á staðnum. Ozon hvetur fólk til að mæta á þennan skemmtilega viðburð sem hentar allri fjölskyldunni og styttir biðina eftir jólunum.