22/12/2024

Jólaball á Borðeyri

Eins og í flestum byggðalögum, þá er jólaball ómissandi þáttur í tilverunni í Hrútafirði. Í dag hélt Kvenfélagið Iðunn í Bæjarhreppi sitt árlega jólaball í Barnaskólanum á Borðeyri og var samkoman vel sótt, enda mörg börn á öllum aldri í hreppnum. Þar var að sjálfsögðu mættur jólasveinn sem var langt að kominn. Söng hann og dansaði með samkomugestum í kring um jólatréð og færði börnunum gott í gogginn.