22/12/2024

Jóla-stór-bingó á fimmtudaginn

Á fimmtudaginn 20. nóvember verður haldið bingó í Félagsheimilinu á Hólmavík og hefst skemmtunin kl. 19:30. Það eru Danmerkurfararnir í 9.-10. bekk Grunnskólans á Hólmavík sem standa fyrir bingóinu, en þeir fóru til Danmerkur nú í haust og ætla að taka á móti félögum sínum frá Danmörku næsta haust. Glæsilegir vinningar verða í boði í bingóinu, gefnir af fyrirtækjum á Ströndum.