22/11/2024

Jafnvel bílarnir eru málaðir í hverfalitunum

Mikil skreytilist fer fram þessa dagana á Hólmavík og má segja að Hólmvíkingar séu langt komnir með að mála bæinn rauðan, bláan og appelsínugulan. Bláa hverfið virðist hafa ótvírætt forskot í skreytilistinni enn sem komið er og þeir sem lengst ganga mála jafnvel bifreiðarnar bláar í tilefni hátíðarinnar. Þannig sást t.d. til íbúa á Borgabraut 1 með málningarrúllur og pensla að handmála bíl við húsið og margvíslegir bláir steinar prýða nú garða og götur, fánar og veifur hanga á ljósastaurum. Blóm í körfum við götur er farið að vanta vætu í blíðviðrinu og eru menn beðnir að vökva blóm í körfum í sínu nágrenni.

Bærinn breytir um svip, jafnvel bílarnir eru málaðir í hamingjulitunum – ljósm. Jón Jónsson