22/12/2024

Íþróttahátíð á Hólmavík

580-ihatid9

Í dag, miðvikudaginn 16. janúar, verður haldin hin árlega íþróttahátíð nemenda í Grunn- og tónskólanum á Hólmavík. Hátíðin hefst kl. 18.00 í Íþróttamiðstöðinni á Hólmavík og eru margvíslegar íþróttagreinar og leikir á dagskránni, þar sem börn og foreldrar þeirra og forráðamenn leika sér saman. Nemendafélag skólans verður með samlokur og svala til sölu á vægu verði í anddyrinu.