Undanfarin ár hafa verið svokallaðir litadagar í leikskólanum Lækjarbrekku á Hólmavík þegar líður á vorið, en þá hafa börnin mætt í klæðnaði samlitum þema hvers dags. Nú í ár hafa hins vegar verið haldnir öðruvísi dagar, t.d. rugludagur þar sem börnin mættu í furðufatnaði og fjölskyldumyndadagur þar sem börnin mættu með myndir af nánustu ættingjum sínum. í dag var síðan haldinn íþróttadagur, en þá gerði þessi yngsta kynslóð Hólmavíkurbúa sér glaðan dag í Íþróttamiðstöðinni á Hólmavík. Börnin fengu að spreyta sig á hinum ýmsu þrautum og svo var krökkunum komið undir litríka fallhlíf sem vakti mikla lukku. Það voru þreyttir, sveitir og þyrstir krakkar sem héldu síðan glaðir tilbaka í leikskólann.
Ljósm. – Viktoría Ólafsdóttir