22/12/2024

Íþrótta- og danshátíð á Hólmavík

Íþróttahátíð Grunnskólans á Hólmavík sem að þessu sinni er jafnframt danshátíð verður haldin í dag, miðvikudaginn 27. janúar og hefst kl. 18:00. Allir eru hjartanlega velkomnir, en hátíðin er með því sniði að fyrst er íþróttahátíð þar sem börnin í skólanum sýna listir sínar og skora á foreldra og forráðamenn í margvíslega kappleiki. Síðan er stutt hlé þar sem samlokur og fleira er selt til styrktar nemendafélaginu og þá tekur við danssýning, en fjölmennum dansnámskeiðum er nýlokið á Ströndum.