22/12/2024

Ísing, árekstur og vegurinn lokaður um tíma

Harður árekstur varð á Holtavörðuheiðinni laust fyrir klukkan 10:00 í morgun. Tveir bílar sem komu hvor úr sinni átt skullu saman á háheiðinni, en mikil ísing er þar á veginum og þoka á svæðinu. Samkvæmt fyrstu upplýsingum er enginn alvarlega slasaður, en báðir bílarnir stóðu í björtu báli. Vegurinn var lokaður af þessum sökum. Frá þessu segir á ruv.is. Samkvæmt vef Vegagerðarinnar er nú þæfingsfærð í Árneshrepp og skafrenningur á Steingrímsfjarðarheiði.