22/12/2024

Íris Björg Guðbjartsdóttir með tónleika á Café Riis

Íris Björg Guðbjartsdóttir verður með tónleika á Café Riis næsta sunnudag kl. 20:00. Íris Björg býr í Búðardal og hefur nýverið gefið út sína fyrstu geislaplötu sem ber titilinn Mjúkar hendur. Íris mun spila og syngja lögin af disknum sínum og sérstakur gestasöngvari með henni verður Barbara Ósk Guðbjartsdóttir bóndi í Miðhúsum sem syngur með henni í nokkrum lögum. Tónleikarnir byrja kl 20:00 og kostar 1000 krónur inn en einnig verður hægt að kaupa diskinn á kr. 2.000.- Rétt er að taka það fram að ekki er posi á staðnum. Hægt er að sjá kynningu á disknum undir þessum tengli.