19/09/2024

Iðnaðarráðherra á Ströndum

Valgerður Sverrisdóttir iðnaðar- og viðskiptaráðherra er gestur fundar Atvest á Hólmavík næstkomandi miðvikudag, en þá verður aðalfundur Atvinnuþróunarfélagsins haldinn á Café Riis. Hefst fundurinn kl. 15:00. Í kjölfarið fylgir svo kynningarfundur sem er opinn öllum og hefst kl. 16:30. Mun Valgerður ávarpa fundinn, en einnig munu Viktoría Rán Ólafsdóttir, Jón Örn Pálsson og Arna Lára kynna verkefni félagsins. Auk þess verður fundargestum boðið upp á kaffiveitingar frá kl. 16.00. Skráning á fundinn er í síma 450-3000 eða á viktoria@atvest.is.  

Heimasíða Atvinnuþróunarfélags Vestfjarða er á slóðinni www.atvest.is og þar er hægt að fræðast meira um fundina.