22/12/2024

Íbúum á Vestfjörðum fækkar enn

Samkvæmt nýjum tölum Hagstofu Íslands um mannfjölda í sveitarfélögum þann 1. desember síðastliðinn fækkar Vestfirðingum manna mest, hér á landi. Nemur fækkunin milli áranna 2009 og 2010 alls 3,2% og eru Vestfirðingar nú 7.129 talsins. Næstmest er fækkunin á Suðurnesjum eða 1,4%. Fólki fjölgar lítillega á Norðurlandi eystra og höfuðborgarsvæðinu en fækkar í öðrum landshlutum.