22/12/2024

Íbúaþing í Strandabyggð n.k. fimmtudag

Íbúaþing fyrir íbúa Strandabyggðar verður haldið næstkomandi
fimmtudagskvöld, 29. mars í Félagsheimilinu á Hólmavík og hefst kl. 19:30.
Þar mun íbúum sveitarfélagsins gefast tækifæri til að taka þátt í
stefnumótun þeirra málaflokka sem helst á þeim brenna.
Þátttakendur geta komið á framfæri sínum hugmyndum að verkefnum í ákveðnum
málaflokkum og velt upp sinni framtíðarsýn. Vinnan verður svo nýtt við mótun
Staðardagskrár 21 fyrir sveitarfélagið. Hægt verður að velja milli
eftirfarandi vinnuhópa:

1.  Úrgangs- og fráveitumál.
2.  Neysla og lífsstíll, útivist og
skógrækt.
3.  Stofnanir og fjölskyldu- og fræðslumál.
4.  Atvinnumál og
menningarminjar.
5.  Umferð, flutningar og skipulagsmál.

Að auki
verður einn vinnuhópur ætlaður unglingum. Íbúar eru hvattir til að mæta og hafa
þannig áhrif á það samfélag sem þeir búa í.