22/12/2024

Íbúafundur um Hamingjudaga

Menningarmálanefnd Strandabyggðar hefur auglýst íbúafund sem haldinn verður í kvöld, mánudaginn 26. júní kl. 20:00, um bæjarhátíðina Hamingjudaga sem verður um næstu helgi. Fundurinn verður haldinn í félagsheimilinu á Hólmavík. Þarna gefst íbúum lokatækifæri til kynna sér dagskrá og skipulag Hamingjudaga áður en herlegheitin hefjast næstkomandi fimmtudag.