23/12/2024

Í kjólinn fyrir jólin

Núna eru byrjaðir þrektímar fyrir fullorðna í íþróttahúsinu á Hólmavík. Allir sem vilja geta tekið þátt og verið með á sínum forsendum. Í boði eru fjölbreyttar æfingar sem henta öllum. Tímarnir hafa verið á mánudögum og miðvikudögum kl. 20.00. Mánudagstímarnir eru í Flosabóli og þá eru lóðin og tækin notuð. Miðvikudagstímarnir eru svo í íþróttasalnum og er þá settur upp þrekhringur. Umsjón með tímunum er í höndum Sverris Guðmundssonar íþróttakennara.  Ekki þarf að skrá sérstaklega í tímana, nóg að mæta. Uppgjör fer fram hjá forstöðumanni íþróttamiðstöðvarinnar.