21/11/2024

Hvað ungur nemur gamall temur

Eldri borgarar á Hólmavík hafa nú tekið að sér að sjá um danskennslu í Grunnskólanum á Hólmavík þar sem unga fólkinu er kennt að dansa gömlu dansana. Hefur danskennslan farið fram nú tvo miðvikudaga í röð, fyrst í skólanum og svo í dag í Félagsheimilinu á Hólmavík, og er ætlunin að framhald verði á. Ekki er annað að sjá en að bæði ungir og aldnir skemmti sér hið besta í dansinum, en þetta framtak virðist vera frábærlega vel heppnað.

Dansað

atburdir/2009/580-danskennsla3.jpg

atburdir/2009/580-danskennsla1.jpg

Danskennsla í skólanum – Ljósm. Kristján Sigurðsson