26/12/2024

Hvað á að kjósa?

Svanir hafa ekki kosningaréttKosningar til alþingis eru á morgun. Væntanlega eru margir búnir að ákveða hvað þeir kjósa en aðrir hafa kannski ekki nennt að lesa stefnuskrár flokkanna og vita ekki alveg hvar þeir standa. Ritstjórn var bent á litla gagnvirka vefkönnun sem nemendur á Bifröst hafa smellt saman í tilefni kosninganna á slóðinni xhvad.bifrost.is. Þar geta menn til gamans skoðað hvernig þeirra eigin skoðanir passa við stefnu flokkana. Kosningagreinar til birtingar á vefnum berast allmargar þessa dagana og birtast þær í hólfinu Kosningar 2007, nema þær sem sérstaklega tengjast Ströndum en slíkar greinar birtast einnig á forsíðu. Lítið hefur verið um slíkar greinar frambjóðenda í ár. Fjöldi kosningagreina sem barst í gær og þær sem koma í dag verða einnig settar inn í dag.

Vefnum strandir.saudfjarsetur.is hafa engar upplýsingar, fréttatilkynningar eða auglýsingar, borist um kjörstaði eða opnunartíma þeirra á Ströndum þannig að ekki er hægt að upplýsa lesendur um slíka hluti. Þó teljum við rétt að hvetja alla Strandamenn eindregið til að taka þátt, nota atkvæðisréttinn og efla þannig lýðræðið.