23/12/2024

Húnaþing vestra ákveður fyrirkomulag rjúpnaveiða


Sveitarstjórn Húnaþings vestra hefur áskveðið fyrirkomulag rjúpnaveiða á jörðum
og afréttum í eigu Húnaþings vestra. Veiðileyfin verða til sölu á skrifstofu
Húnaþings vestra á Hvammstanga, hjá Ferðaþjónustunni Dæli, Ferðaþjónustunni
Kolugili, Versluninni Laugarbakka og Söluskálanum Hvammstanga. Verð fyrir hvert
leyfi er kr. 4.000 til veiðimanna með lögheimili í Húnaþingi vestra og verð
fyrir hvert leyfi er kr. 6.000 til veiðimanna með lögheimili utan Húnaþings
vestra. Rjúpnaveiðitímabilið hefst næsta fimmtudag, þann 1. nóvember.
Fyrirkomulagið í Húnaþingi vestra verður eftirfarandi.

Svæðin eru:
1.) Lækjarkot, Gafl (Í sameign Húnaþings vestra og Hrappstaða),
Hrappsstaðir og Syðra-Kolugil.
2. Víðidalstunguheiði ásamt Króki, Stóru-Hlíð,
Stóra-Hvarfi og Öxnatungu.
3.) Engjabrekka, Kirkjuhvammur og Ytri-Vellir á
Vatnsnesi.
4.) Arnarvatnsheiði og Tvídægra.
 
2. Hvert veiðileyfi sem
selt er gildir á veiðitímanum frá 1. nóvember 2007 til og með 30. nóvember 2007
og veitir einungis skráðum handhafa þess heimild til veiða á umræddu svæði á
áðurnefndum tíma. Ekki er um að ræða sölu á dagsleyfum. Veiðimönnum er frjálst
að kaupa leyfi á fleiri en eitt veiðisvæði.
 
3. Veiðileyfin verða til
sölu á skrifstofu Húnaþings vestra á Hvammstanga, hjá Ferðaþjónustunni Dæli,
Ferðaþjónustunni Kolugili, Versluninni Laugarbakka og Söluskálanum Hvammstanga.
Verð fyrir hvert leyfi er kr. 4.000- til veiðimanna með lögheimili í Húnaþingi
vestra. Verð fyrir hvert leyfi er kr. 6.000- til veiðimanna með lögheimili utan
Húnaþings vestra.
 
4. Fjöldi veiðimanna á veiðisvæðin verður ekki
takmarkaður, en tekið skal fram að leyfishafar hafa einir heimild til veiða á
umræddum svæðum. Veiðimenn eru hvattir til að benda þeim er fara á veiðisvæði án
leyfis á að nærveru þeirra sé ekki óskað á veiðisvæðinu. Veiðimenn eru einnig
hvattir til að tilkynna slík tilfelli til skrifstofu Húnaþings
vestra.
 
5. Veiðimönnum ber skylda til að virða landamerki jarða er
liggja að umræddum veiðisvæðum og þeim ber að leita samþykkis landeigenda þurfi
þeir að fara um landareignir annarra til að komast að veiðisvæði.
 
6.
Fjallskiladeildir í Húnaþingi vestra hafa heimild til að loka vegum og vegslóðum
án fyrirvara ef talið er að þeir liggi undir skemmdum vegna tíðarfars og
umferðar. Þannig veitir veiðileyfið ekki tryggingu fyrir því að ávalt sé hægt að
aka að veiðisvæði.
 
Þess er vænst að veiðimenn virði það fyrirkomulag sem
hér er kynnt og viðurkenni að það sé sanngjarnt og eðlilegt að greiða hóflegt
gjald fyrir aðgang að takmörkuðum gæðum eins og rjúpnaveiði.