22/12/2024

Húnaþing vestra 10 ára

Selasetrið á HvammstangaÞann 7. júní næstkomandi á sveitarfélagið Húnaþing vestra 10 ára afmæli og ætlar að halda upp á daginn. Af þessu tilefni verður boðið til afmælissamkomu á Hvammstanga og eru heimamenn, vinir, velunnarar og nágrannar hvattir til að taka daginn frá og eiga saman góða stund í faðmi fjölskyldunnar á þessum hátíðisdegi. Afmælissamkoman verður haldin undir kjörorðinu: „Ljómandi verður gaman þá“.

Selasetrið á Hvammstanga

nordurland/580-hunathing1.jpg

nordurland/580-hunathing2.jpg

Myndir úr Húnaþingi vestra – ljósm. Sögusmiðjan